Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. ágúst 2020 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Joe Bryan: Ég er engin hetja
Joe Bryan fagnar vel og innilega í kvöld
Joe Bryan fagnar vel og innilega í kvöld
Mynd: Getty Images
Joe Bryan, leikmaður Fulham á Englandi, segist ekki vera hetja þrátt fyrir að hann hafi gert bæði mörk liðsins í 2-1 sigrinum á Brentford í kvöld. Hann tryggði Fulham upp í úrvalsdeildina með framlagi sínu.

Bryan hefur spilað síðustu tvö tímabil með Fulham eftir að hafa spilað allan sinn feril með uppeldisfélagi sínu, Bristol City.

Hann gerði tvö lagleg mörk í leiknum. Fyrra markið kom úr aukaspyrnu af 40 metra færi en Bryan fékk gott ráð frá Scott Parker, stjóra liðsins.

„Scott sagði mér að skjóta boltanum á nærstöngina. Þetta mark var fyrir pabba minn. Hann gaf mér oft illt auga þegar hann neyddi mig til að spila í marki," sagði Bryan.

„Ég er ekki hetjan, heldur hver einasti leikmaður í liðinu, stuðningsmennirnir og fólkið í kringum okkur sem hefur verið með okkur allt tímabilið."

„Fólk hefur afskrifað okkur örugglega tíu sinnum og ég las á netinu að við ættum að hræðast þá. Við komum með leikinn til þeirra, skoruðum tvisvar og þeir gerðu okkur erfitt fyrir því þetta er gott lið og hafa verið að spila vel."

„Ég trúi því ekki að við náðum að koma okkur upp í fyrstu tilraun,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner