Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ari fann til í hnénu og Birnir veikur - „Búinn að vera drepast"
Ari að skora markið í kvöld
Ari að skora markið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna á Víkingsvelli í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Ari Sigurpálsson skoraði markið með glæsilegu skoti eftir langa sendingu frá Birni Snæ Ingasyni.

Þeir þurftu báðir að fara af velli snemma leiks en Birnir fór útaf strax í hálfleik á meðan Ari þurfti að fara af velli eftir tæplega 10 mínútna leik í síðari hálfleik.

„Birnir þurfti að fara útaf í hálfleik, hann var veikur. Hann gaf okkur góðar 45 mínútur, Ari fann aðeins til í hnénu og þurfti að fara útaf," sagði Arnar.

Ari lýsti meiðslunum í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Ég er búinn að vera drepast í hnénu í mánuð. Svo kem ég inn í hálfleik og er ekkert að pæla í þessu en kem svo inn í seinni hálfleikinn og er alveg að drepast, það er ekkert sniðugt að spila ekki heill þegar það er svona stórleikur," sagði Ari.

Hann vonast til að vera klár í síðari leikinn sem fram fer í Póllandi eftir slétta viku.


Ari Sigurpáls: Var að koma mér í góðar stöður í fyrri hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner