Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro mun hugsanlega yfirgefa Manchester United á næstu dögum.
Félagaskiptaglugginn er lokaður í stærstu deildum Evrópu en hann er enn opinn í Tyrklandi.
Félagaskiptaglugginn er lokaður í stærstu deildum Evrópu en hann er enn opinn í Tyrklandi.
Samkvæmt heimildum ESPN er Galatasaray í Tyrklandi að íhuga tilboð í Casemiro. Tyrkneska félagið er að leita að miðjumanni og Casemiro er á þeirra lista.
Casemiro, sem er 32 ára, átti hörmulegan leik gegn Liverpool um síðustu helgi og var skipt af velli í hálfleik.
Hann á ekki lengur fast sæti í liði United eftir komu Manuel Ugarte til félagsins.
United er opið fyrir tilboðum í Casemiro en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar 13. september næstkomandi.
Athugasemdir