Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
banner
   fim 04. september 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikur: Haaland hetja Norðmanna í grannaslag
Mynd: EPA
Norway 1 - 0 Finland
1-0 Erling Haaland ('17 , víti)

Noregur og Finnland áttust við í grannaslag í æfingaleik í kvöld. Leikurinn fór fram á Ullevaal vellinum í Osló.

Noregur var með góð tök á leiknum. Liðið fékk vítaspyrnu eftir stundafjórðung þegar Topi Keskinen braut á Andreas Schjelderup inn í teig.

Markahrókurinn Erling Haaland steig á punktinn og skoraði. Hann hefur nú skorað 43 mörk í 44 landsleikjum.

Næsti leikur norska liðsins er gegn Moldóvu á Ullevaal á þriðjudaginn í undankeppni HM 2026. Noregur er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í I riðli en Moldóva er án stiga eftir þrjá leiki. Finnland heimsækir Pólland á sunnudaginn í undankeppninni. Liðin eru bæði með sjö stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir