Þrír leikir í lokaumferð 4. deildar karla eru á dagskrá í dag. Mesta spennan verður á Vivaldivellinum, þar sem Kría tekur á móti KH.
Með sigri eða jafntefli getur KH tryggt sér sæti í 3. deild á næsta tímabili. Kría þarf á sigri að halda og að treysta á að Hafnir tapi svo að þeir sleppi við fall.
Topplið deildarinnar, KÁ, fær Vængi Júpíters í heimsókn. KÁ hefur þegar tryggt sér titilinn í 4. deild og eru með átta stiga forskot á toppnum. Vængir Júpíters siglir lignan sjó um miðja deild.
Þá heimsækir Álftanes Elliða heim á Fylkisvöll. Bæði lið eru örugg í deildinni, en eiga ekki möguleika á að fara upp um deild.
Leikir dagsins:
4. deild karla
19:15 Kría-KH (Vivaldivöllurinn)
19:15 Elliði-Álftanes (Fylkisvöllur)
20:00 KÁ-Vængir Júpiters (BIRTU völlurinn)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 17 | 12 | 5 | 0 | 70 - 21 | +49 | 41 |
2. KH | 17 | 10 | 3 | 4 | 42 - 26 | +16 | 33 |
3. Árborg | 17 | 8 | 6 | 3 | 39 - 29 | +10 | 30 |
4. Elliði | 17 | 7 | 5 | 5 | 35 - 32 | +3 | 26 |
5. Vængir Júpiters | 17 | 6 | 7 | 4 | 31 - 31 | 0 | 25 |
6. Álftanes | 17 | 6 | 3 | 8 | 28 - 35 | -7 | 21 |
7. Hafnir | 17 | 5 | 1 | 11 | 32 - 46 | -14 | 16 |
8. KFS | 17 | 5 | 1 | 11 | 28 - 61 | -33 | 16 |
9. Hamar | 17 | 4 | 3 | 10 | 30 - 38 | -8 | 15 |
10. Kría | 17 | 3 | 4 | 10 | 27 - 43 | -16 | 13 |
Athugasemdir