Klara Mist Karlsdóttir hefur ákveðið að spila fótbolta í Árbænum og er búin að gera samning við Fylki sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Klara Mist, sem er tvítug, er alin upp hjá Stjörnunni en hefur þó spilað ellefu Lengjudeildarleiki og tvo Mjólkurbikarsleiki á láni hjá Fylki á síðustu tveimur árum.
Klara þekkir því leikmannahópinn hjá Fylki þokkalega vel, enda hefur hún spilað fleiri meistaraflokksleiki fyrir Árbæinga heldur en Garðbæinga. Hún á aðeins fimm deildarleiki að baki fyrir Stjörnuna.
Klara getur bæði spilað á miðju og í vörn og verður áhugavert að fylgjast með þróun hennar hjá Fylki.
Fylkir endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar og mun því spila ásamt Stjörnunni í Bestu deildinni á næsta ári.
Athugasemdir