
Júlíus Magnússon hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir komandi Þjóðadeildarleiki við Wales og Tyrkland, hann bætist inn sem 24. maður en enginn datt úr hópnum.
Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í vikunni að Júlíus gæti verið kallaður inn í hópinn ef Aron Einar Gunnarsson yrði ekki leikfær. Júlíus er 26 ára og leikir fyrir Fredrikstad í Noregi.
Ísland mætir Wales föstudaginn 11. október og Tyrklandi mánudaginn 14. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 18:45 og fara fram á Laugardalsvelli, en þeir eru liður í Þjóðadeild UEFA.
Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í vikunni að Júlíus gæti verið kallaður inn í hópinn ef Aron Einar Gunnarsson yrði ekki leikfær. Júlíus er 26 ára og leikir fyrir Fredrikstad í Noregi.
Ísland mætir Wales föstudaginn 11. október og Tyrklandi mánudaginn 14. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 18:45 og fara fram á Laugardalsvelli, en þeir eru liður í Þjóðadeild UEFA.
Júlíus Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir komandi Þjóðadeildarleiki við Wales og Tyrkland, og telur hópurinn þá 24 leikmenn. #viðerumÍsland pic.twitter.com/UTZqEK1uO0
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir