Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 13:12
Kári Snorrason
Byrjunarlið KR og Aftureldingar: Halldór Snær snýr aftur í mark KR
Halldór Snær Georgsson.
Halldór Snær Georgsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae spilar sinn fyrsta leik í rúma tvo mánuði.
Luke Rae spilar sinn fyrsta leik í rúma tvo mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu.
Magnús Már gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tekur á móti Aftureldingu í botnslag Bestu-deildarinnar í dag. KR er í botnsæti deildarinnar en Afturelding er með stigi meira í 11. sæti. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 og búið er að opinbera byrjunarliðin.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

Óskar Hrafn gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Halldór Snær Georgsson snýr aftur í mark KR eftir bekkjarsetu í síðustu leikjum.

Þá fara þeir Luke Rae, Amin Cosic og Michael Osei Akoto einnig allir í byrjunarliðið. Luke Rae snýr aftur eftir tveggja mánaða fjarveru. Þeir Júlíus Mar Júlíusson, Alexander Helgi Sigurðarson og Matthias Præst fara allir á bekk KR.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar gerir tvær breytingar frá sigurleik gegn KA í síðustu umferð.

Þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Georg Bjarnason koma inn í byrjunarliðið í stað Benjamin Stokke og Aketchi Luc-Martin Kassi.


Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Michael Osei Akoto
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Aron Sigurðarson (f)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
17. Luke Rae
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
29. Aron Þórður Albertsson
77. Orri Hrafn Kjartansson

Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner