Valur tók á móti Stjörnunni í kvöld og heimtuðu öll stigin eftir 3-2 sigur á N1-vellinum á Hlíðarenda. Þeir tilla sér þæginlega í annað sætið með sigrinum og Túfa leyfir sér og sínum mönnum að dreyma í kvöld og á morgun um Íslandsmeistaratitilinn.
„Reynum að gera okkar besta, mikið skref fram á við hjá klúbbnum og erum búnir að vera keppa um þetta 1.sæti. Ég ætla að leyfa mér að hafa drauma áfram og vonast um góð úrslit hjá Víkingum, reynum annars að tryggja annað sætið ef það er eina í boði".
Liðinn mættust í fjórða sinn í kvöld á tímabilinu og sigur Valsara niðurstaðan að þessu sinni.
„Alltaf hörkuleikir, erfiðir leikir til að spila, í dag skilar á milli mikill karakter hjá mínu liði . Misstum aldrei trú á verkefninu og náum að vinna á endanum".
„Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar þar sem liðið mitt sýnir svona karakter merki. Mikið hrós á mína leikmenn".
Talandi um leikmenn sem fá hrós, Jónatan Ingi með tvo glæsimörk í kvöld.
„Hann sýnir í dag hvað býr í honum, alvöru karakterar sína mest þegar mest reynir á. Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng, sagði við hann að hann þarf að taka svoldið keflið og leið liðið áfram. Mikið hrós skilið eins og allir hinir leikmenn".
Ögmundur meiddist óvænt í upphitun og Stefán Þór spilaði því milli stanganna í kvöld.
„Það kom óvænt, Stefán er búin að taka þvílík skref fram á við, aldrei auðvelt að koma inn í leikina og fá að vita það nokkrum mínútum fyrir leikinn".
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan