Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í 4. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og ræddi við blaðamann fotbolta.net að honum loknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Samsunspor
Stórleikur á morgun hvernig er tilfinningarnar og viðbrögðin fyrir leiknum?
„Bara mjög góð, við erum bara klár í slaginn, spenntir fyrir því að mæta bara hörkuliði frá Tyrklandi, Samsungspor. Þetta er náttúrulega bara mjög gott lið og verður verðugt verkefni en við erum bara klárir. Það er bara spennandi."
„Við þurfum að vera eins og í öllum Evrópuleikjum, þá eru þessir litlu detailar sem skipta oft miklu máli. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu og við þurfum að mæta svolítið með kassann úti á morgun. Nýta okkar heimavöll, það verður kalt í veðri og við þurfum að nýta okkur það."
„Þetta er hörkulið, mjög vel skipulagt lið sem fær ekki mikið af mörkum á sig og eru svo með einstaklinga sem eru mjög öflugir. Þannig að við þurfum að blanda okkar sóknarleik sérstaklega. Við þurfum að þora að halda í boltann og við þurfum að geta komið með afgerandi hlaup inn á milli þar sem að við getum brotið upp þeirra varnarleik og gert þeim erfitt fyrir."
Eru allir heilir hjá Blikum?
„Já, Ásgeir Helgi er meiddur og er frá en að öðru leyti er hópurinn bara í toppstandi."
Ólafur Ingi spilaði á sínum tíma í Tyrklandi mun það hjálpa honum eitthvað?
„Nei ég hugsa að það geri það nú ekki, ég var nú eiginlega að vonast til þess að það myndi hjálpa meira. Mér finnst þetta lið skipulagðara heldur en þegar ég var þarna. Þá voru margir leikir ekkert sérstaklega taktískir. Snérist frekar um einstaklinga en liðsframmistöður en mér finnst þetta lið ekki vera þar. Þýskur þjálfari og ótrúlega vel drillað lið sem veit sína kosti og galla."
„Við þurfum bara að eiga toppleik, það er bara það sem þarf að gerast, við þurfum bara að vera á okkar degi. Við þurfum að vera hugrakkir og þora og mætum í þennan leik til þess að fá eitthvað út úr honum."
„Draumastaða er bara þrjú stig, það er náttúrlega bara draumurinn og það er bara það sem við stefnum á."
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan























