Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 26. nóvember 2025 21:16
Kári Snorrason
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: FH
Árni Freyr Guðnason verður aðstoðarþjálfari FH.
Árni Freyr Guðnason verður aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: FH

Jóhannes Karl Guðjónsson var fyrr í kvöld tilkynntur sem nýr þjálfari FH og gerði hann fjögurra ára samning við félagið. Hann lét af störfum hjá AB í Danmörku á dögunum vegna fjölskylduástæðna. Ráðningin hefur verið í pípunum í þónokkurn tíma, en fyrst greint var frá tíðindunum í byrjun október.

Jói Kalli var tilkynntur í kvöld ásamt aðstoðarþjálfaranum Árna Frey Guðnasyni. Félagið tilkynnti jafnframt nýja stefnu til félagsins til fjögurra ára, þar sem yngri leikmenn og skemmtilegri fótbolti voru í forgrunni.

Fótbolti.net ræddi við Jóa Kalla í Kaplakrika fyrr í kvöld. 


„Eftir spennandi viðræður við FH kom fram að við vorum með svipaða sýn á hlutina. Eftir að það kom í ljós að ég ætlaði ekki að vera lengur úti í Danmörku vorum við klár í þetta samstarf. Það var frábær niðurstaða og ég stend hérna sem mjög stoltur þjálfari FH.“

Hvers vegna leitaði hugurinn heim?

„Af fjölskylduástæðum. Fjölskyldan var með mér úti í eitt ár og var flutt heim. Mig langaði ekki að vera lengur einn úti, ég kom heim vegna fjölskyldunnar og þar af leiðandi endaði ég hér í FH í mjög spennandi verkefni. 

Var erfitt að skilja við AB?

„Já, þetta var tími sem maður var búinn að vinna að fyrir félagið og ég hafði náð tengslum við leikmenn og annað. Maður var búinn að ganga í gegnum erfiða tíma líka en maður komst í gegnum þá. Þetta var farið að ganga ansi vel og við vorum á toppi deildarinnar. Það er alveg eftirsjá í því verkefni. En fyrir framan mig er núna mjög spennandi verkefni og spennandi tímar sem er það sem mig langar að gera.

Koma FH aftur í fremstu röð

„Þetta eru mjög spennandi tímar. Þetta er fyrsta sinn sem ég er ráðinn þjálfari til að framfylgja ákveðinni stefnu. Þegar við ræddum fyrst saman þá endurspeglar þessi stefna hvað ég stend fyrir sem þjálfari. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum hjá þessu sögulega félagi. Markmiðið er það að statt og stöðugt að reyna bæta sig og koma FH á sem skemmstum tíma í fremstu röð. Á sama tíma snýst þetta um að spila þennan leikstíl sem við höfum talað um: Orkumikinn fótbolta og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner