Breiðablik tók á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í kvöld sem endaði með 2-2 stórmeistarajafntefli.
Ágúst Orri Þorsteinsson átti frábæran leik í kvöld og lagði til að mynda upp fyrsta mark leiksins þegar hann fann Davíð Ingvarsson sem setti boltann í autt markið. Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði hann,
„Fyrstu viðbrögð eru fín en miðað við þessar 90 mínútur þá hefði ég viljað þrjú stig ef ég á að vera alveg hreinskilinn."
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 2 Samsunspor
„Mér fannst mjög gaman að spila þennan leik, ég var að spila allt aðra stöðu en ég hef verið að spila. Byrjaði í striker og svona var dálítið frjáls einhvern veginn og var að finna mér fín svæði og sérstaklega á bakvið og markið kom þannig. þannig já ég spila bara þar sem þjálfarinn setur mig."
„Ég held að það hafi verið Anton Logi sem sendi sendinguna í gegn og ég svo svona stoppa aðeins og rykki síðan og hann svona fer nánast á rassgatið og ég set hann á fjær og Davíð skilaði."
„Mér fannst við spila mjög vel marga kafla í leiknum og auðvitað, þeir eru náttúrlega ógeðslega gæðamikið lið og ég vissi alveg að við hefðum þurft að suffera og verjast. En við gerðum þetta bara vel í dag og svekktur að taka ekki þrjá punkta."
„Ef þú ert að spila á svona stóru sviði og þú ert að standa þig, þá auðvitað kemur eitthvað spennandi kannski en ég er ekkert að hugsa um það núna, ég ætla bara að klára þetta með Breiðablik og svo sjáum við bara til hvað gerist."























