Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fim 27. nóvember 2025 23:56
Snæbjört Pálsdóttir
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í kvöld sem endaði með 2-2 stórmeistarajafntefli. 

Ágúst Orri Þorsteinsson átti frábæran leik í kvöld og lagði til að mynda upp fyrsta mark leiksins þegar hann fann Davíð Ingvarsson sem setti boltann í autt markið. Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði hann, 

„Fyrstu viðbrögð eru fín en miðað við þessar 90 mínútur þá hefði ég viljað þrjú stig ef ég á að vera alveg hreinskilinn."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Samsunspor

„Mér fannst mjög gaman að spila þennan leik, ég var að spila allt aðra stöðu en ég hef verið að spila. Byrjaði í striker og svona var dálítið frjáls einhvern veginn og var að finna mér fín svæði og sérstaklega á bakvið og markið kom þannig. þannig já ég spila bara þar sem þjálfarinn setur mig."

„Ég held að það hafi verið Anton Logi sem sendi sendinguna í gegn og ég svo svona stoppa aðeins og rykki síðan  og hann svona fer nánast á rassgatið og ég set hann á fjær og Davíð skilaði."

„Mér fannst við spila mjög vel marga kafla í leiknum og auðvitað, þeir eru náttúrlega ógeðslega gæðamikið lið og ég vissi alveg að við hefðum þurft að suffera og verjast. En við gerðum þetta bara vel í dag og  svekktur að taka ekki þrjá punkta."

„Ef þú ert að spila á svona stóru sviði og þú ert að standa þig, þá auðvitað kemur eitthvað spennandi kannski en ég er ekkert að hugsa um það núna, ég ætla bara að klára þetta með Breiðablik og svo sjáum við bara til hvað gerist."


Athugasemdir
banner
banner