Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 04. nóvember 2020 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Hallbera: Væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti fínan leik í vinstri bakverðinum þegar lið hennar Valur lagði lið HJK frá Helsinki með þremur mörkum gegn engu í forkeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var á Origo vellinum. Sigurinn fleytir Val áfram í næstu umferð keppninar og skrefi nær 32.liða úrslitum sem hefjast í desember.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 HJK Helsinki

„Þetta var bara skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur spilað hérna á Hlíðarenda en við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og það kannski sást svolítið á okkur í síðari hálfleik að við erum ekki mikið búnar að vera spila saman sem lið. En mér fannst þetta fagmannlega gert í fyrri hálfleik og við sigldum þessu heim þá.“
Sagði Hallbera um leikinn og hvernig var að spila.

Valsliðið kom gríðarlega einbeitt til leiks og líkt og Hallbera segir var liðið búið að klára leikinn í hálfleik. Þjálfar Vals hafa lagt leikinn vel upp?

„Já þær spiluðu nákvæmlega eins og við vorum búnar að fara yfir. Við erum búnar að eyða tveimur dögum í að skipuleggja okkur vel og og það tókst og ég er bara spennt fyrir framhaldinu.“

Tvær vikur eru í næsta leikdag í keppninni og að Íslandsmótið var blásið af á dögunum og hertar sóttvarnarráðstafanir bönnuðu liðum að æfa er ekkert vesen að halda sér í standi og á tánum?

„Jú ég vona að við fáum að spila fótbolta. Það væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik og það er það sem maður vonar en annars er það bara hlaup og reyna gera sitt besta að halda sér í standi.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner