Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. nóvember 2022 12:50
Elvar Geir Magnússon
Birgir Baldvins á leið til Vals
Birgir í leik með Leikni gegn ÍBV.
Birgir í leik með Leikni gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson er að ganga í raðir Vals en hann er samningslaus eftir að hafa rift samningi við KA.

Frá þessu greinir Kristján Óli Sigurðsson, einn af umsjónarmönnum Þungavigtarinnar, á Twitter. Hann og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eru góðir vinir.

Birgir er 21 árs vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2018. Hann hefur spilað með Leikni í Breiðholti á lánssamningi síðustu þrjú ár.

Eftir fall Leiknis ákvað Birgir að halda áfram að spila í Bestu deildinni. KA vildi semja við hann aftur og þá hafði Stjarnan einnig áhuga á honum. Samkvæmt Kristjáni Óla þá hefur Birgir ákveðið að fara á Hlíðarenda.

Hann fylgir þá Sigurði Heiðari Höskuldssyni þangað en Sigurður hefur þjálfað Birgi undanfarin ár og er nú orðinn aðstoðarmaður Arnars hjá Val.


Athugasemdir
banner
banner