Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 04. nóvember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi um Greenwood: Frábær náungi
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood skoraði sigurmark Marseille sem vann Nantes 2-1 í franska boltanum í gær. Marseille er í öðru sæti deildarinnar, á eftir PSG sem trónir á toppnum eins og oft áður.

Greenwood er með sjö mörk í tíu leikjum og ku vilja funda með nýjum landsliðsþjálfara Englands, Thomas Tuchel, um mögulega endurkomu í landsliðið.

Hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar í október 2022 en málið var látið niður falla á síðasta ári.

„Hann er fyrst og fremst frábær náungi. Hann leggur allt í þetta og skilar hámarks vinnuframlagi. Hann er öflugur leikmaður sem getur skipt sköpum fyrir liðið," segir Roberto De Zerbi, stjóri Marseille.

„Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki vel í síðustu viku (í 3-0 tapi gegn PSG). Hann var langt frá sínu besta. Í kvöld kom hann mér ekki á óvart."
Athugasemdir
banner
banner
banner