Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. desember 2019 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ögmundur, Hólmar og Rúnar Alex héldu hreinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson kom inn rétt fyrir leikhlé er Dijon gerði 2-2 jafntefli við Montpellier í franska boltanum.

Rúnar Alex kom inn fyrir Alfred Gomis sem þurfti að fara meiddur af velli í stöðunni 1-2.

Heimamenn í Dijon jöfnuðu stöðuna á 72. mínútu og tókst gestunum ekki að skora framhjá Rúnari þrátt fyrir 8 marktilraunir í síðari hálfleik.

Rúnar missti byrjunarliðssæti sitt hjá Dijon í september og hefur aðeins spilað einn leik fyrir félagið síðan, í bikarnum. Dijon er í fallbaráttu með 16 stig eftir 16 umferðir.

Dijon 2 - 2 Montpellier
1-0 S. Sambia ('2, sjálfsmark)
1-1 F. Mollet ('15)
1-2 T. Savanier ('29)
2-2 S. Mavididi ('72)

Hólmar Örn Eyjólfsson átti þá góðan leik er Levski Sofia sló Cherno More úr leik í búlgarska bikarnum.

Hólmar Örn lék allan leikinn í hjarta varnarinnar og er hann búinn að festa sig í sessi sem lykilmaður í einu af sterkustu liðum Búlgaríu.

Levski Sofia 1 - 0 Cherno More
1-0 Martin Raynov ('24)

Í Grikklandi varði Ögmundur Kristinsson mark AEL Larissa og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Kalamata í gríska bikarnum.

Sigurinn nægir ekki fyrir Ögmund og félaga því þeir töpuðu fyrri leiknum 3-0 á útivelli.

AEL Larissa 1 - 0 Kalamata (1-3 samanlagt)
1-0 A. Warda ('50, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner