fös 04. desember 2020 10:19
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry bannað að æfa og rekinn úr matsalnum
Kjartan Henry í baráttunni.
Kjartan Henry í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji Horsens, hefur verið mikið í umræðunni í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Kjartan skoraði fyrir Horsens í sigri á sínum gömlu félögum í Vejle um síðustu helgi.

Tími Kjartans hjá Vejle tók enda í haust á leiðinlegan hátt. Eins og fjallað var um í gær þá sakar Kjartan sjónvarpsmann um að hafa snúið út úr orðum sínum í viðtali við Constantin Galca, þjálfara Vejle.

Kjartan segir að þetta viðtal hafi orðið til þess að Constantin hafi ákveðið að láta sig fara. Í viðtali við Canal 9 greinir Kjartan Henry frá því að Vejle hafi bannað honum að æfa með aðalliði félagsins undir lokin þar.

„Ég hef metnað til að æfa og spila fótbolta. Ég spurði hvar ég ætti að æfa. Hvað á ég að gera? Þeir eiga að sjá mér fyrir æfingum. Þá átti ég að æfa með U19 ára liðinu. Þeir æfa 7:30 á morgnanna því þessir ungu drengir þurfa að fara í skólann. Ég taldi að ég gæti það ekki," sagði Kjartan Henry í viðtalinu en hann mátti heldur ekki borða með liðsfélögum sínum.

„Þetta er vinnan mín svo ég mætti á svæðið tvo daga eftir að ég fékk skilaboðin (um að mega ekki æfa) og æfði í líkamsræktinni. Ég fór síðan og borðaði með vinum mínum og liðsfélögum. Síðan fékk ég skilaboð frá stjórnarmanni að ég mætti ekki koma og borða með liðinu því það truflaði þá. Mér finnst þetta vera grín. Ég er í áfallli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner