Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. desember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður ÍBV býður frían aðgang að æfingaprógrammi
Óskar Elías Zoega Óskarsson.
Óskar Elías Zoega Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Elías Zoega Óskarsson, leikmaður ÍBV og styrktarþjálfari, hefur ákveðið út af núverandi ástandi í samfélaginu að bjóða upp á frían aðgang að fjögurra vikna 'off-season' æfingaprógrammi sem ætlað er fyrir allt liðsíþróttafólk.

Margir íþróttamenn gætu haft góð not af þessu þar sem æfingar hafa ekki verið leyfðar síðustu vikur.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á samfélagsmiðlum Óskars.

„Eina sem þú þarft er aðgangur að íþróttavelli og kostur að hafa líka aðgang að tækjum og tólum, en einnig eru aðrir möguleikar (e. option) fyrir þá sem ekki hafa aðgang að því. Myndskeið og útskýringar fylgja öllum æfingunum," skrifar Óskar.

Hægt er að nálgast æfingaáætlunina á Instagram reikingi Óskars með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner