Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. desember 2020 10:06
Magnús Már Einarsson
Rakel Hönnu hættir að spila með landsliðinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu en KSÍ greinir frá þessu.

Hin 32 ára gamla Rakel fer því ekki með íslenska landsliðinu á EM í Englandi árið 2022.

Síðasti landsleikur hennar var gegn Ungverjalandi á mánudag þar sem Ísland vann 1-0 og tryggði sætið á EM.

Rakel spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 en hún kom við sögu í þremur landsleikjum á þessu ári.

„103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum! Takk fyrir allt Rakel!" segir á Twitter síðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner