Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 04. desember 2021 13:00
Aksentije Milisic
Inter sendir Kjær fallega kveðju
Inter Milan senti Simon Kjær, varnarmanni AC Milan, fallega kveðju í gær en Daninn meiddist illa á hné og verður líklega frá út tímabilið.

„Við munum bíða eftir þér á San Siro til að veita þér klappið sem þú átt skilið," voru skilaboð Inter til Kjær.

Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, segir að félagið sé að leita að varnarmanni í janúar til að fylla upp í skarð Kjær.

Inter senti þessi skilaboð til Kjær en hann á meðal annara bjagaði lífi Christian Eriksen, sem var þá leikmaður Inter, á EM í sumar en Eriksen fór í hjartastopp eins og flestir vita.

„Meistari er ekki aðeins þekktur fyrir það hvernig hann spilar fótbolta. Komdu fljótlega til baka Simon, við bíðum eftir þér."
Athugasemdir