Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 04. desember 2021 12:40
Aksentije Milisic
Rannsaka sölu Juve á Ronaldo til Man Utd - Falsað bókhald?
Ítalska stórliðið Juventus er aftur undir smásjánni og gæti verið hluti af stórum íþróttaskandal á Ítalíu.

Félagið hefur gefið það út að salan á Cristiano Ronaldo til Manchester United í sumar sé til rannsóknar en grunur er á fölsku bókhaldi í Tórínó.

Það hefur verið gerð húsleit og ítölsk yfirvöld eru að fara yfir málin á Allianz leikvangnum þessa daganna.
Juventus samþykkti fjórtán milljón evra tilboð United í Ronaldo í sumar auk 8 milljónir evra til viðbótar í bónusgreiðslum.

Juventus skráði 14 milljóna evra tap á endurkomu Ronaldo til Englands og þá vöknuðu nokkrar spurningar til lífsins.

Juventus segist ekki hafa gert neitt rangt og er félagið í fullri samvinnu við rannsóknina.
Athugasemdir
banner