Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 04. desember 2022 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Albert án sigurs í fimm leikjum - Sex jafntefli í síðustu tíu leikjum Hjartar
Albert Guðmundsson í leik með Genoa
Albert Guðmundsson í leik með Genoa
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa töpuðu fyrir Cittadella í Seríu B á Ítalíu í dag en Genoa er án sigurs í síðustu fimm leikjum sínum.

Íslenski sóknartengiliðurinn var í byrjunarliði Genoa í dag og lék allan leikinn.

Genoa var með mikla yfirburði í leiknum en gat ekki nýtt sér það gegn liði Cittadella sem laumaði inn marki þegar hálftími var eftir af leiknum.

Genoa er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Pisa sem gerði markalaust jafntefli við Bari. Hjörtur var inn og út úr liðinu í byrjun tímabilsins en virðist hafa fest sæti sitt að nýju.

Liðið byrjaði mótið hörmulega en hefur ekki tapað í síðustu tíu leikjum. Pisa hefur unnið fjóra og gert sex jafntefli og er hægt og bítandi að vinna sig upp töfluna.

Pisa er í 11. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner