Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mán 04. desember 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez að leggja skóna á hilluna?
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez mun mögulega hætta í fótbolta núna þrátt fyrir háværar sögusagnir um að hann sé að ganga í raðir Inter Miami í Bandaríkjunum.

Suarez er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Gremio í Brasilíu en samningur hans þar er á enda.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Inter Miami þar sem gamlir vinir hans úr Barcelona eru að spila þar. Á meðal þeirra er sjálfur Lionel Messi en hann og Suarez eru gríðarlega miklir vinir.

Suarez segist þó sjálfur ekki vera búinn að taka ákvörðun með framhaldið hjá sér.

„Ég finn fyrir verkjum. Líkaminn er að tala við mig. Ég þarf að hvíla mig og njóta með fjölskyldunni."
Athugasemdir
banner
banner