Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 05. janúar 2023 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Chelsea og Man City: Mount ekki með - Walker mættur aftur
Mynd: EPA

Chelsea og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það vekur athygli að Mason Mount er ekki í hópnum hjá Chelsea en að svo stöddu er ástæðan óljós.


Það eru mikið um meiðsli hjá Chelsea svo bekkurinn er skipaður ansi mörgum ungum og óreyndum leikmönnum.

Kyle Walker spilar sinn fyrsta leik eftir HM og ungstirnið Rico Lewis víkur fyrir honum.

Þá eru Phil Foden og Joao Cancelo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn eftir HM.

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Koulibaly, Silva, Cucurella, Zakaria, Kovacic, Ziyech, Sterling, Havertz, Pulisic

Man City: Ederson, Walker, Stones, Ake, Cancelo, Rodri, Silva, De Bruyne, Gundogan, Haaland, Foden


Athugasemdir
banner
banner