Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 05. janúar 2023 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep: Stuðningsmennirnir vildu þetta byrjunarlið

Pep Guardiola stjóri Manchester City var léttur í viðtali fyrir leik Chelsea og Manchester City í úrvalsdeildinni í kvöld.


Kyle Walker, Phil Foden og Joao Cancelo komu inn í liðið eftir HM frí en Guardiola var spurður hvers vegna hann hafi gert þessar breytingar.

„Það voru allir að byðja um þetta, ég geri það sem stuðningsmennirnir segja, þeir koma til baka eftir HM tuðandi, Lewis og hinir hafa verið frábærir," sagði Guardiola við Sky Sports.

Það gekk lítið hjá Manchester City í fyrri hálfleiknum sem var markalaus. Guardiola setti Manuel Akanji og Rico Lewis inn á strax í upphafi síðari hálfleiks.

Eftir klukkutíma leik gerði hann aðra tvöfalda skiptingu. Þá komu Ryiad Mahrez og Jack Grealish inn á. Stuttu síðar lagði Grealish upp mark á Mahrez.


Athugasemdir
banner