Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. febrúar 2023 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Kane gat ekki ímyndað sér að skora 200 úrvalsdeildarmörk
Mynd: Getty Images

Harry Kane gerði sigurmarkið í frábærum 1-0 sigri Tottenham gegn Manchester City er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.


Kane skoraði þar með sitt 200. úrvalsdeildarmark og varð um leið markahæstur í sögu Tottenham með 267 mörk í heildina.

„Það hefur verið mikið talað um þetta met síðustu vikur og ég er glaður að það sé fallið. Það er erfitt að lýsa tilfinningunum sem ég er að upplifa - ég er svo glaður að þessu fylgdi sigur. Þetta var mikilvægur sigur og það var mjög sérstakt að bæta þetta met fyrir framan stuðningsmennina," sagði Kane að leikslokum.

„Þegar ég byrjaði að spila fótbolta með Tottenham gat ég ekki einu sinni ímyndað mér að skora 200 úrvalsdeildarmörk en mér tókst það. Núna á ég nokkur góð ár eftir og vonandi get ég skorað ennþá meira."

Kane bætti markamet Jimmy Greaves sem er næstmarkahæstur í sögu Tottenham. Greaves er jafnframt sá leikmaður sem hefur skorað næstmest á einu tímabili í efstu deild - þegar hann gerði 41 mark í 40 leikjum tímabilið 1960-61, sem leikmaður Chelsea.

„Jimmy Greaves er algjör hetja. Hann er einn af bestu sóknarmönnum til að hafa spilað þennan leik og það er mjög sérstakt að mitt nafn sé sagt í sömu andrá og hans. Það er risastór stund fyrir mig að bæta markametið hans."


Athugasemdir
banner
banner