Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Wout Faes markahæstur hjá Liverpool eftir HM
Mynd: Getty Images

This is Anfield birti skemmtilega tölfræði á samfélagsmiðlum sem fer yfir markahæstu leikmenn Liverpool eftir að HM í Katar lauk í desember.


Gengi Liverpool hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið vann þó fyrstu tvo úrvalsdeildarleikina sína eftir HM. Þar komust Mohamed Salah, Stefan Bajcetic og Virgil van Dijk á blað ásamt Wout Faes, varnarmanni Leicester, sem gerði tvö sjálfsmörk í 2-1 tapi á Anfield.

Alex Oxlade-Chamberlain skoraði svo í tapleik en síðan þá hefur Liverpool ekki tekist að skora í þremur deildarleikjum í röð, sem þýðir að Faes er markahæsti leikmaður liðsins frá lok HM.

Ef allar keppnir eru skoðaðar er Faes áfram markahæsti leikmaður Liverpool frá HM, ásamt Salah og Harvey Elliott sem eru búnir að skora í bikarkeppnum.

Liverpool er í tíunda sæti deildarinnar sem stendur, með 29 stig úr 20 leikjum.

Markahæstir í úrvalsdeildinni frá lok HM:
Wout Faes - 2 
Alex Oxlade-Chamberlain - 1
Mohamed Salah - 1 
Virgil van Dijk - 1 
Stefan Bajcetic - 1


Athugasemdir
banner
banner
banner