Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 05. mars 2020 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Ighalo skoraði tvö í sigri á Derby
Odion Ighalo skoraði tvö mörk fyrir Man Utd í kvöld
Odion Ighalo skoraði tvö mörk fyrir Man Utd í kvöld
Mynd: Getty Images
Derby County 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Luke Shaw ('33 )
0-2 Odion Ighalo ('41 )
0-3 Odion Ighalo ('70 )

Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-0 sigur á Derby County á Pride Park í völd. Odion Ighalo skoraði tvö fyrir United.

Wayne Rooney spilaði gegn sínum gömlu félögum hjá United en hann spilaði með liðinu frá 2004 til 2017. Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann fékk ágætis færi á að koma Derby yfir á 18. mínútu í kvöld.

Derby fékk þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og lét Rooney vaða en Sergio Romero gerði vel að verja frá honum. Það var hins vegar United sem náði forystunni á 33. mínútu.

Luke Shaw gerði markið en hann lét boltann skoppa í grasið og í Jesse Lingard og fór boltinn yfir Roos í marki Derby og í netið. United vildi fá vítaspyrnu stuttu síðar er Bruno Fernandes átti skot sem virtist fara í höndina á George Evans en ekkert var dæmt.

Nígeríski framherjinn Odion Ighalo tvöfaldaði forystu United undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi. Annað mark hans fyrir United frá því hann kom á láni frá Kína í janúar.

Ighalo gerði annað mark á 70. mínútu. Hann fékk boltann í teignum og lét vaða en Derby-mönnum tókst að verja á línu áður en boltinn barst aftur til Ighalo sem sá til þess að hamra honum í þaknetið.

Rooney fékk aðra tilraun til að skora gegn sínu gamla liði undir lok leiks. Derby fékk aftur aukaspyrnu sem Rooney tók en Romero varði á meistaralegan hátt.

Lokatölur 3-0 fyrir Man Utd sem mætir Norwich í 8-liða úrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner