Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 12:48
Ívan Guðjón Baldursson
Kyle Walker og Man City gefa út yfirlýsingar vegna skandalsins
Walker hefur spilað 130 leiki á þremur árum hjá Englandsmeisturum Man City.
Walker hefur spilað 130 leiki á þremur árum hjá Englandsmeisturum Man City.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker var snöggur að bregðast við frétt The Sun um hitting hans með vændiskonum í síðustu viku, þrátt fyrir að vera í einangrun vegna kórónuveirunnar.

Varnarmaðurinn gaf út yfirlýsingu í samtali við Sun og baðst þar afsökunar á að hafa ekki farið eftir leiðbeiningum yfirvalda.

„Ég vil nýta þetta tækifæri til að biðjast afsökunar á ákvörðunum sem ég tók í síðustu viku. Ég átta mig á því að sem knattspyrnumaður er ég fyrirmynd og því fylgir ábyrgð," sagði Walker.

„Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini, knattspyrnufélag, stuðningsmenn og almenning afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim."

Manchester City gaf út yfirlýsingu skömmu síðar þar sem staðfest var að málið yrði leyst innan félagsins.

„Manchester City veit af sögu varðandi einkalíf Kyle Walker sem hefur birst í dagblaði. Knattspyrnumenn eru fyrirmyndir og hafa gjörðir Kyle gert lítið úr því þrotlausa starfi sem starfsfólk félagsins hefur lagt á sig til að aðstoða í baráttunni gegn COVID-19," segir meðal annars í yfirlýsingu Man City.

„Þessar fregnir eru mikil vonbrigði og mun félagið rannsaka málið innanhúss næstu daga."
Athugasemdir
banner