Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. apríl 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldinho búinn að sitja inni í mánuð - Rannsóknin orðin víðamikil
Ronaldinho varð heimsmeistari með Brasilíu 2002.
Ronaldinho varð heimsmeistari með Brasilíu 2002.
Mynd: Getty Images
Það er liðinn heill mánuður síðan Ronaldinho var handtekinn og færður inn í fangelsi í Paragvæ fyrir að ferðast til landsins á fölsku vegabréfi.

Ronaldinho var í för með Roberto Assis, bróður sínum, sem var einnig handtekinn. Vegabréfin kostuðu bræðurna eina og hálfa milljón króna samanlagt.

Ekki sér fyrir lokin á fangelsisvist Ronaldinho en brasilísk yfirvöld hrintu víðamikilli rannsókn af stað eftir að stórstjarnan var handtekin.

Yfirvöld rannsökuðu manninn sem seldi Ronaldinho vegabréfin og tókst í kjölfarið að afhjúpa meiriháttar glæpastarfsemi sem hleypur á fleiri milljónum evra.

Fimmtán manns hafa verið handteknir síðustu vikur fyrir fölsun skilríkja, peningaþvætti og stórfelld skattsvik.

Ronaldinho fær ekki að yfirgefa fangelsið gegn tryggingu því yfirvöld í Paragvæ telja það geta haft áhrif á rannsókn málsins. Líklegt er því að hann og bróðir hans þurfi að dúsa í fangelsi næstu vikurnar meðan rannsóknin er enn í gangi.

Rannsóknin byggðist að miklu leyti á samstarfi Ronaldinho og Roberto við yfirvöld í Paragvæ. 18. mars afhentu þeir yfirvöldum símana sína og í kjölfarið fóru hjólin að snúast.

Ronaldinho fagnaði fertugsafmæli sínu í fangelsinu á dögunum og tók einnig þátt í fótboltamóti fyrstu helgina án frelsis.

Sjá einnig:
Ronaldinho veit ekki að hann framdi glæp, hann er flón"

Ronaldinho skoraði fimm og lagði lagði sex upp í úrslitaleiknum

Ronaldinho fagnar fertugsafmælinu á bak við lás og slá
Athugasemdir
banner
banner
banner