Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. maí 2020 09:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ceferin: Fótbolti hefur gengið í gegnum stríð og faraldra
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sendi jákvæð skilaboð til knattspyrnuheimsins í viðtali í Rússlandi.

Hann benti á að þó ástandið sé slæmt núna þá muni fótboltaheimurinn ná sér aftur að fullu. Það mun taka tíma en það hefur gerst áður.

„Við munum sigrast á kórónuveirunni. Knattspyrna er gerð úr jákvæðri orku og heimurinn getur ekki talist eðlilegur fyrr en fótboltinn fer aftur af stað," sagði Ceferin.

„Fótbolti mun breytast, en bara í smá tíma. Fótbolti hefur gengið í gegnum ýmis stríð og faraldra í fortíðinni.

„Gamli góði fótboltinn mun snúa aftur um leið og hægt er."

Athugasemdir
banner
banner
banner