mið 05. maí 2021 12:30
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Tommi eða Ziddi í úrslit?
Spámenn
Spámenn
Mynd: Fótbolti.net
Tuchel með Chelsea í úrslit?
Tuchel með Chelsea í úrslit?
Mynd: Getty Images
Þeir Christian Pulisic og Karim Benzema sá um markaskorunina fyrir rúmi viku á æfingavelli Real Madrid í fyrri leik Real og Chelsea. Lokatölurnar 1-1 en spurningin er hvernig leikruinn fer í kvöld.

Hvaða lið mætir Man City í úrslitum?

Sérfræðingar í ár eru þeir Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Guðmundur Steinarsson

Chelsea 2 - 0 Real Madrid
Góð úrslit í fyrri leiknum hjá Chelsea eins og svo oft áður. Madridingar eru samt seigir og þeir kunna svo sannarlega að ná í úrslit í stórum leikjum. Spænsku liðin hafa átt erfitt uppdráttar í Englandi en það var þegar áhorfendur voru leyfðir. Ég hallast að Chelsea í þessum leik

Kristján Guðmundsson

Chelsea 1 - 0 Real Madrid
Sennilega hef ég aldrei séð Real Madrid spila jafn slakan leik í Meistaradeildinni og í fyrri leiki þessarar liða í seinustu viku. Þrátt fyrir þá frammistöðu eru þeir enn vel inni í þessu einvígi en til þess að vinna leikinn í kvöld þarf betri frammistöðu en þá. Real mun í kvöld reyna að skipta hratt á milli kanta og fyrst og fremst að finna Vinicius vinstra megin en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu því Chelsea vinnur leikinn 1-0 með marki úr skyndisókn.

Fótbolti.net - Egill Sigfússon

Chelsea 1 - 2 Real Madrid
Real vinnur þetta, byrjar leikinn vel og kemst í 0-1 snemma. Þeir skora svo seinna markið seint í fyrri hálfleik. Vinicius skorar fyrra markið og Benzema seinna. Mason Mount minnkar muninn í seinni en Chelsea nær ekki lengra þannig. Real fer í úrslitaleikinn í enn eitt skiptið.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 11
Kristján Guðmundsson - 11
Fótbolti.net - 10
Athugasemdir
banner
banner
banner