Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 09:13
Elvar Geir Magnússon
Trent Alexander-Arnold kveður Liverpool (Staðfest)
Trent Alexander-Arnold er á leið til Real Madrid.
Trent Alexander-Arnold er á leið til Real Madrid.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold hefur staðfest að hann muni yfirgefa Liverpool í sumar. Enski landsliðsmaðurinn er á leið til Real Madrid á Spáni.

„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.

„Ég veit að það hefur farið í taugarnar á mörgum ykkar að ég hef ekki talað um þetta hingað til. Það var alltaf ætlun mín að vera með fulla einbeitingu á að hjálpa liðinu að vinna 20. meistaratitilinn."

„Félagið hefur verið líf mitt og allt snúist um það í 20 ár. Frá akademíunni til dagsins í dag. Stuðningnum sem ég hef fengið frá öllum mun ég aldrei gleyma. Ég mun að eilífu standa í þakkarskuld. Þessi ákvörðun snýst um að upplifa nýja áskorun, fara úr þægindarammanum og ögra sjálfum mér."

Ekki er lóst hvenær Trent gengur í raðir Real Madrid. Samningur hans við Liverpool rennur út í lok júní en spænska stórliðið vill væntanlega fá hann fyrir HM félagsliða sem hefst um miðjan júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner