Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jorge Messi hitti forseta Barcelona - La Liga gefur grænt ljós
Endurkoma í kortunum?
Endurkoma í kortunum?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi verður seinna í þessum mánuði formlega laus allra mála hjá PSG þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann verður ekki áfram í Frakklandi og hefur verið orðaður við Sádí-Arabíu, Inter Miami og endurkomu til Barcelona.

Faðir hans, Jorge Messi, sást hitta Joan Laporta forseta Barcelona í dag.

Barcelona glímir við fjárhagsörðugleika sem hefur komið í veg fyrir að Messi hafi fengið samningstilboð til þessa. Goal.com greinir frá því að spænska félagið hafi unnið hörðum höndum að því að losa um fjármuni svo möguleiki sé á samningstilboði.

Nýjasta hagkvæmnisáætlun þeirra, sem nær yfir tillögur fyrir sumarfélagaskiptagluggann, er sögð hafa verið samþykkt af La Liga.


Athugasemdir
banner
banner