Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Rodgers og Marsch á blaði hjá Celtic
Tekur Rodgers aftur við Celtic?
Tekur Rodgers aftur við Celtic?
Mynd: Getty Images
Celtic hefur gefið Ange Postecoglou leyfi til að ræða við Tottenham, samkvæmt frétt Sky Sports.

Þá er sagt að Celtic sé þegar farið að vinna í að finna eftirmann hans en Brendan Rodgers og Jesse Marsch eru báðir nefndir.

Rodgers var stjóri Celtic í tvö og hálft tímabil milli 2016 og 2019 en hann yfirgef svo félagið til að taka við Leicesrer. Hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Leicester.

Marsch stýrði Leeds en var látinn fara á nýliðnu tímabili.

Postecoglou hefur gert frábæra hluti hjá Celtic síðan hann tók við liðinu 2021. Hann var áður stjóri Yokohama F. Marinos í Japan Brisbane Roar og Melbourne Victory í Ástralíu. Celtic vann skosku þrennuna undir stjórn Postecoglou á þessu tímabili; meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn.
Athugasemdir
banner
banner