Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 08:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tonali um Zlatan: Vorum ekki tilbúnir fyrir þetta
Mynd: EPA

Sandro Tonali leikmaður AC Milan segir að leikmenn liðsins séu eyðilagðir eftir að Zlatan Ibrahimovic tilkynnti þeim að hann væri að leggja skóna á hilluna.


Zlatan tilkynnti alheiminum að hann hafi lagt skóna á hilluna í gær eftir síðasta leik AC Milan á tímabilinu.

Tonali greinir frá því að Zlatan hafi tilkynnt leikmönnum þessa ákvörðun daginn áður.

„Við komumst að þessu í gær [fyrra dag] og það var ekki auðvelt. Við urðum að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég sá marga gráta, ég mun skoða þessar myndir oft. Þetta var erfitt eftir leikinn, við vorum ekki tilbúnir fyrir þetta," sagði Tonali.

„Hann gaf mér svo mikið. Sigurviljinn, hann varð klikkaður á æfingum eftir tapleiki. Hann var einstakur leikmaður. Við vorum ekki tilbúnir fyrir þetta. Hann veit að hann skilur eftir sig mikilvæga arfleið."


Athugasemdir
banner
banner
banner