Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. júlí 2022 15:04
Elvar Geir Magnússon
Arnar vonast eftir því að fá miðvörð - Bykov farinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úkraínski varnarmaðurinn Oleksiy Bykov hefur yfirgefið KA og var ekki með í 1-1 jafnteflinu gegn FH í gær. Áður hafði liðið misst Sebastiaan Brebels og vonast Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir því að fá inn menn í þeirra stað.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Valur

„Það eru tveir góðir leikmenn farnir, vonandi geta einhverjir komið í staðinn en við verðum bara að sjá. Við þurfum að finna einhverja sem geta hjálpað okkur. Það er ekki nóg að taka bara einhvern," sagði Arnar eftir leik í gær.

Hann segir að efst á óskalistanum sé að fá inn miðvörð.

Stubbur, Steinþór Már Auðunsson, var á bekknum í leiknum í gær á meðan Kristijan Jajalo stóð í rammanum. Er Jajalo orðinn markvörður númer eitt?

„Hann er allavega að starta," sagði Arnar eftir leikinn, án þess að gefa of mikið upp.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner