Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Leeds kaupir kólumbískan kantmann frá Feyenoord
Luis Sinisterra
Luis Sinisterra
Mynd: EPA
Luis Sinisterra, leikmaður Feyenoord í Hollandi, er að ganga til liðs við Leeds United á Englandi, en Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn.

Sinisterra er 23 ára gamall og getur spilað á báðum köntunum ásamt því að spila sem fremsti maður.

Hann skoraði 23 mörk og lagði upp 14 fyrir Feyenoord á síðustu leiktíð er liðið kom sér alla leið í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu.

Enska félagið Leeds United hefur verið í viðræðum við Feyenoord um kaup á Sinisterra síðustu daga og er nú samkomulag klárt. Leeds greiðir um það bil 22 milljónir punda og hefur leikmaðurinn þegar komist að samkomulagi við félagið um kaup og kjör.

Sinisterra kemur til með að fylla skarða Raphinha sem er á leið til Barcelona á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner