„Við vorum góðir í dag, frábærir í fyrri hálfleik. Við hefðum bara átt að vera búnir að klára leikinn í fyrri, setja jafnvel þrjú fjögur mörk. Í seinni verður þetta erfitt, þeir byrja að banka og setja hann upp á Viktor og þá er þetta erfitt.
En við eru góðir í því, góðir í að halda markinu okkar hreinu. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í röð sem við erum ekki að fá mark á okkur", sagði Haraldur Einar Ásgrímsson um upplifun sína að leikslokum
Það sást greinilega að Halli mætti ferskur á Skagann. Hann var sívirkur allan leikinn, bæði í vörn og sókn, og virtist alls staðar á vellinum. Það var greinilegt að hann hafði nýtt leikbannið í síðustu umferð til að hlaða batteríin og mætti vel úthvíldur til leiks.
„Mér leið vel í dag. Búinn að fá ágæta hvíld og vitandi af Írskum dögum hérna þá var extra gaman"
En við eru góðir í því, góðir í að halda markinu okkar hreinu. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í röð sem við erum ekki að fá mark á okkur", sagði Haraldur Einar Ásgrímsson um upplifun sína að leikslokum
Það sást greinilega að Halli mætti ferskur á Skagann. Hann var sívirkur allan leikinn, bæði í vörn og sókn, og virtist alls staðar á vellinum. Það var greinilegt að hann hafði nýtt leikbannið í síðustu umferð til að hlaða batteríin og mætti vel úthvíldur til leiks.
„Mér leið vel í dag. Búinn að fá ágæta hvíld og vitandi af Írskum dögum hérna þá var extra gaman"
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Fram
Haraldur Einar átti stóran þátt í eina marki leiksins, þegar hornspyrna hans rataði beint á kollinn á Kennie, sem flickaði boltanum áfram til Vuk. Sá síðarnefndi var á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Þetta reyndist eina mark leiksins. Haraldur var einnig mjög seigur á vinstri kantinum, þar sem hann átti ótal fyrirgjafir, sérstaklega í fyrri hálfleik.
„Ég veit ekki alveg hvað þær voru margar, en það hefði eitthvað af þeim mátt kannski fara inn. Freysi skuldar mér eina stoðsendingu alla veganna núna. En sigur er sigur og við erum bara sáttir"
Athugasemdir