Víkingur gerði markalaust jafntefli þegar liðið heimsótti ÍBV til Eyja í dag. Fótbolti.net ræddi við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Víkings, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 Víkingur R.
„Það var lítið um fína drætti í fyrri hálfleik. Framan af í seinni hálfleik var lítið sem ekkert að gerast nema í lokin. Þá erum við komnir með tvo stóra framherja og duglegri að koma boltanum inn á teiginn," sagði Gylfi
„Heilt yfir var þetta ekkert frábært en við héldum hreinu í erfiðum leik á útivelli. Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabils. Það er gríðarlega svekkjandi að taka ekki þrjú stig."
Víkingur mætir FC Malisheva frá Kósovó í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn. Víkingur náði stórkostlegum árangri í keppninni á síðustu leiktíð en Gylfi Þór var ekki með þá.
„Það er spennandi. Strákarnir voru frábærir í síðustu keppni og það er mikil eftirvænting að byggja ofan á það og reyna fara langt í Evrópu aftur."
Athugasemdir