Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 05. júlí 2025 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leik tvö - Veikindi og leikbann
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Við spáum því að Dagný komi inn fyrir Hildi sem er í leikbanni.
Við spáum því að Dagný komi inn fyrir Hildi sem er í leikbanni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu á morgun. Íslenska liðið þarf helst að taka sigur í þessum leik til að eiga möguleika á því að fara áfram úr riðlinum.

Stærsta spurningamerkið fyrir leikinn á morgun er það hvort að Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, geti byrjað. Hún hefur verið að glíma við veikindi í aðdraganda leiksins.



Við spáum því að að Glódís muni byrja en alls spáum við því að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Finnlandi.

Hann er nauðbeygður í að gera eina breytingu þar sem Hildur Antonsdóttir er í leikbanni. Við spáum því að Dagný Brynjarsdóttir komi inn fyrir hana.

Við spáum því einnig að Sædís Rún Heiðarsdóttir og Agla María Albertsdóttir komi inn í liðið fyrir Guðnýju Árnadóttur og Hlín Eiríksdóttur.

Leikurinn á morgun hefst 19:00 að íslenskum tíma og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner