Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 05. ágúst 2020 11:04
Elvar Geir Magnússon
Leikið án áhorfenda í Færeyjum til 22. ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Færeyja hefur tilkynnt að næstu umferðir í færeysku deildinni muni fara fram án áhorfenda.

Líkt og á Íslandi er kórónaveirufaraldurinn aftur á uppleið í Færeyjum og þar hefur verið ákveðið að leika án áhorfenda til 22. ágúst.

Knattspyrnusamband Færeyja var fljótt að taka ákvörðun og í tilkynningu til félaga eru þau beðin að gæta vel að sóttvörnum í tengslum við æfingar og leiki.

Á Íslandi er enn óljóst hvernig framhaldið verður með fótboltann en frekari tíðinda er að vænta í dag.

Eins og staðan er núna áætlar KSÍ að Íslandsmótið fari aftur í gang á laugardaginn en öllum leikjum frá því síðasta föstudag var frestað.
Athugasemdir
banner
banner