Leicester hefur blandað sér í baráttuna um Fabio Carvalho leikmann Liverpool.
Leicester berst við Southampton um leikmanninn en Liverpool hafnaði 15 milljón punda tilboði Southampton í leikmanninn.
Southampton er að undirbúa annað tilboð en félagið sýndi honum áhuga í janúar áður en hann fór á láni til Hull.
Liverpool er ekki á þeim buxunum að selja Carvalho en félagið trúir því að hann eigi framtíðina fyrir sér hjá félaginu. Hann var ekki í plönum Jurgen Klopp og fór á láni til RB Leipzig fyrri hluta síðasta tímabils. Hann fékk hins vegar lítið að spila þar og fór til Hull í janúar.
Athugasemdir