Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Castellanos beint í byrjunarliðið
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United og Nottingham Forest mætast í gífurlega spennandi fallbaráttuslag í fyrsta leik 21. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins.

Argentínski framherjinn Taty Castellanos fer beint inn í byrjunarliðið hjá West Ham sem hefur verið í miklum vandræðum með markaskorun framherja sinna, að undanskildum kantmanninum Jarrod Bowen sem er kominn með 6 mörk á deildartímabilinu. Brasilíski framherjinn Pablo sest á bekkinn.

Hamrarnir borguðu í heildina tæplega 50 milljónir punda til að kaupa Pablo og Castellanos á upphafsdögum janúargluggans.

Callum Wilson er ekki í hóp hjá West Ham þar sem hann er í viðræðum um að enda samninginn sinn sex mánuðum fyrir samningslok. Castellanos byrjar í hans stað og þá kemur Lucas Paquetá aftur inn á miðjuna. Soungoutou Magassa sest á bekkinn.

Jean-Clair Todibo kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Max Kilman og tekur Tomas Soucek sæti á miðjunni í stað Freddie Potts. Nuno Espírito Santo gerir því í heildina fjórar breytingar frá vandræðalegu tapi gegn botnliði Wolves um helgina.

Sean Dyche gerir tvær breytingar á liði Forest frá tapinu gegn Aston Villa. Matz Sels fer í markið fyrir John Victor sem meiddist um helgina og þá kemur Callum Hudson-Odoi inn fyrir Dilane Bakwa sem átti slæman leik á Villa Park.

West Ham: Areola, Scarles, Mavropanos, Todibo, Walker-Peters, Soucek, Fernandes, Paqueta, Bowen, Summerville, Taty
Varamenn: Hermansen, Pablo, Rodriguez, Kilman, Potts, Magassa, Earthy, Kante, Mayers

Nott. Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Murillo, Williams; Anderson, Dominguez; Hutchinson, Gibbs-White, Hudson-Odoi; Jesus.
Varamenn: Gunn, Morato, Awoniyi, Douglas Luiz, Kalimuendo, McAtee, Bakwa, Savona, Abbott.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Chelsea 21 8 8 5 34 23 +11 32
7 Man Utd 21 8 7 6 34 31 +3 31
8 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
9 Newcastle 21 8 5 8 29 26 +3 29
10 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
11 Fulham 21 8 5 8 29 30 -1 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Tottenham 21 7 7 7 30 26 +4 28
14 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
15 Leeds 21 6 7 8 28 34 -6 25
16 Bournemouth 21 5 9 7 33 40 -7 24
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 Burnley 21 4 3 14 21 39 -18 15
19 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner