Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Logi byrjaði gegn Fenerbahce
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það komu nokkur Íslendingalið við sögu í leikjum dagsins á erlendri grundu þar sem Logi Tómasson var í byrjunarliði Samsunspor gegn stórveldi Fenerbahce er liðin mættust í Adana.

Liðin mættust í undanúrslitum tyrkneska ofurbikarsins og lék Logi fyrri hálfleikinn. Kerem Aktürkoglu skoraði snemma leiks og var Fenerbahce sterkari aðilinn.

Þjálfari Samsunspor gerði þrefalda skiptingu í leikhlé en ekki bættust málin. Fenerbahce var áfram betra liðið og innsiglaði Jhon Durán, fyrrum framherji Aston Villa, sigurinn í síðari hálfleik. Lokatölur 2-0. Fenerbahce mætir Galatasaray í úrslitaleiknum.

Brynjólfur Andersen Willumsson var þá í byrjunarliði Groningen sem steinlá í æfingaleik gegn norska félaginu Bodö/Glimt. Norðmennirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu með fjögurra marka mun.

Í Grikklandi var Hjörtur Hermannsson ónotaður varamaður í tapi Volos í 16-liða úrslitum bikarsins og að lokum var Aron Einar Gunnarsson ekki í hóp í sigri Al-Gharafa í Katar.

Fenerbahce 2 - 0 Samsunspor
1-0 Kerem Akturkoglu ('4)
2-0 Jhon Duran ('67)

Groningen 0 - 4 Bodö/Glimt

Volos 0 - 1 Kifisia

Umm-Salal 2 - 3 Al-Gharafa

Athugasemdir
banner
banner