Manchester United hefur ákveðið að hætta eltingaleiknum við Manuel Ugarte, miðjumann PSG, og leitar því að öðrum miðjumanni. Þetta kemur fram á The Athletic.
Talið er að Man Utd sé ekki tilbúið að borga 60 milljónir evra fyrir hann en það er sama verð og PSG greiddi Sporting fyrir hann síðasta sumar.
PSG er ekki tilbúið að lækka verðmiðann á honum þar sem félagið telur að annað félag gæti borgað fyrir hann en það er þónokkur áhugi á Úrúgvæanum.
Scott McTominay er orðaður í burtu frá Man Utd en félagið hefur hafnað 20 milljón punda tilboði frá Fulham í skoska miðjumanninn. Þá nældi PSG í Joao Neves frá Benfica í dag.
Athugasemdir