Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólympíuleikarnir í dag - Undanúrslitin
Mynd: EPA

Það fer að síga á seinni hlutann í fótboltamótinu á Ólympíuleikunum. Undanúrslitin í karlaflokki fara fram í dag.


Fyrri leikur dagsins er leikur Marokkó og Spánar. Marokkó fór örugglega áfram úr átta liða úrslitunum þar sem liðið vann Bandaríkin 4-0.

Spánn vann 3-0 sigur á Japan þar sem Fermin Lopez leikmaður Barcelona skoraði tvö mörk.

Seinni leikur dagsins er svo leikur Frakklands og Egyptalands. Frakkar unnu 1-0 sigur á Argentínu. Egyptar unnu Paragvæ í vítaspyrnukeppni.

Undanúrslitin
16:00 Marokkó - Spánn
19:00 Frakkland - Egyptaland


Athugasemdir
banner
banner
banner