Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 11:40
Sölvi Haraldsson
Xavi Simons endursemur við Leipzig (Staðfest)
Simons er mættur tli Leipzig á ný.
Simons er mættur tli Leipzig á ný.
Mynd: EPA

Xavi Simons hefur skrifað undir annan lánsamning við RB Leipzig þar sem hann var á láni í fyrra. Simons mun spila fyrir Leipzig út næsta tímabil.


Simons kemur frá franska liðinu PSG þar sem hann hefur spilað 11 leiki en á eftir að skora. Xavi hefur meira og minna verið á láni hér og þar undanfarin ár en í fyrra var hann á láni hjá RB Leipzig.

Í fyrra spilaði hann 43 leiki og skoraði 10 mörk í öllum keppnum fyrir þýska liðið. Simons var sagður á dögunum vera að fara til Leipzig á langtíma samning en svo er víst að hann er mættur til baka á eins árs lánsamning.

Simons var lykilleikmaður hollenska landsliðsins í sumar þar sem hann byrjaði 5 leiki, skoraði eitt mark og lagði upp þrjú mörk. 

Simons hefur lengi vel vakið athygli meðal liða í Evrópu en hann hefur aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hjá einu liði. Núna tekur hann slaginn annað árið í röð með Leipzig en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hjá Simons í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner