Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 05. september 2020 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyle Walker: Ég tek fulla ábyrgð
Icelandair
Walker í leiknum gegn Íslandi.
Walker í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle Walker, bakvörður Englands, var rekinn af velli þegar England vann dramatískan sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni.

Walker fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt spjald - fékk reisupassann. Fyrra spjaldið fékk hann í fyrri hálfleik og það seinna fyrir brot á Arnóri Ingva Traustasyni á 70. mínútu.

„Það er aldrei gott þegar þú ert rekinn af velli í landsleik," sagði Walker í samtali við Sky Sports.

„Ég tek fulla ábyrgð. Að fara í svona tæklingu er ekki ásættanlegt. Ég verð að hrósa strákunum fyrir að berjast og ná í sigurinn."

Einum færri komst England 1-0 yfir með marki Raheem Sterling úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Sverrir Ingi Ingason fékk sitt annað gula spjald fyrir að fá boltann í höndina innan teigs. Ísland fékk víti í næstu sókn eftir mark Englands en Birkir Bjarnason setti boltann yfir markið.

Sjá einnig:
Sjáðu rauða spjaldið: Walker fékk seinna gula fyrir klaufalegt brot
Athugasemdir
banner
banner
banner