Joao Pedro, sóknarmaður Brighton á Englandi, hefur verið kallaður inn í brasilíska landsliðið í stað Pedro.
Framherjinn er 22 ára gamall og uppalinn hjá Fluminense í heimalandinu, en hann spilaði síðan með Watford áður en hann var keyptur til Brighton á síðasta ári.
Joao Pedro hefur blómstrað hjá Brighton og verið einn af þeirra mikilvægustu mönnum, en hann er svo sannarlega að uppskera eftir mikið hark.
Hann var í nótt kallaður inn í brasilíska landsliðið en hann kemur inn fyrir Pedro sem sleit krossband á æfingu landsliðsins á dögunum.
Þetta er í annað sinn sem Joao Pedro er valinn í landsliðið, en hann var einnig í hópnum hjá Dorival Junior í nóvember á síðasta ári og spilaði þá sinn fyrsta og eina landsleik í 2-1 tapi gegn Kólumbíu.
Brasilía mætir Ekvador og Paragvæ í undankeppni HM í þessum mánuði og aldrei að vita nema framherjann fái tækifæri til að sýna sig.
Athugasemdir